Alvöru grillborgari með kartöflubátum Alvöru grillborgari með kartöflubátum

fyrir: 4

Hráefni:

1 kg New Yorker nautahakk
1 msk Montreal Steak Seasoning frá McCormick
4 stk sneiðar af stórum hvítum salatlauk
4 stk stór hamborgarabrauð
ólívuolía til penslunar
kartöflur

Meðlæti

tómatsneiðar
icebergsalat
súrar gúrkur
hamborgarasósa



Undirbúningur
Setjið New Yorkers hakkið í stóra skál og kryddið vel með Montreal Steak Seasoning grillkryddinu. Vætið hendur í köldu vatni og búið til fjóra góða stóra hamborgara úr kjötinu og reynið að láta þá vera sem jafnasta að þykkt. Setjið á fat, hyljið með filmu og látið standa í kæli í 1 klukkustund.

Aðferð
Hitið grillið vel og penslið grindurnar. Saltið og piprið hamborgarana og penslið með bræddu smjöri eða ólífuolíu. Setjið á grillið ásamt lauksneiðunum og grillið á háum hita í 8 – 12 mínútur, eða eftir óskum hvers og eins. Gott er að pensla hamborgarana af og til á meðan á grillun stendur. Grillið brauðin á efri grindinni.

Framreiðsla
Raðið meðlæti eftir óskum hvers og eins á brauðið og setjið að síðustu gómsætan og rjúkandi grillborgarann beint af grillinu.

Kartöflur
Skolið og þerrið kartöflurnar áður en þær eru skornar í litla báta. Penslið með olíu áður en þeir eru settir á heitt grillið. Best er setja kartöflurnar á grillið nokkru áður og grilla í 15- 20 mínútur við háan hita.

kveðja
Buffygirl