Bláberjamuffins Hráefni


5 dl hveiti
3¾ dl bláber
2½ dl haframjöl
2½ dl sykur
1¾ dl appelsínusafi
1¼ dl matarolía
1 msk vanilludropar
2 tsk lyftiduft
1 tsk sódaduft
1 tsk salt
1 stk egg


Matreiðsla
Hrærið sykri, eggi, matarolíu, appelsínusafa, salti og vanilludropum vel saman í hrærivél. Blandið þurrefnunum saman og bætið þeim út í eggjahræruna, hrærið varlega í. Sáldrið örlitlu hveiti yfir bláberin og blandið þeim síðast út í. Raðið pappírsmuffinsformum í muffinsbökunarform og skiptið deiginu í formin. Bakið við 180°C í u.þ.b. 15 mínútur.


Undirbúningur
Takið til 20 muffinsform

Hollráð
Góðar volgar með smjöri eða bara einar sér.

Undirbúningur 10 mín
Matreiðsla 15 mín