Eitt sinn þá ákvað ég að fara á Pizza Hut í Smáranum með nokkrum ættingjum.
Við pöntuðum okkur bara þetta venjulega, Pönnupizzu og Brauðstangir.
Síðan eftir nokkrar mínutur eftir að við pöntuðum þá kom þjóninn með kókið. Þetta var ógeðslegasta kók sem ég hef smakkað. Það var alveg örruglega 2 ára gamalt,goslaust og bara alveg hreint ógeðslegt.
Við töluðum við þjóninn og fengum nýtt kók, miklu betra.
Síðan biðum við í 10 mínútur eftir matnum, svo 15,20,25 og þá loksins spurði mamma mín hvort maturinn okkar væri að vera tilbúinn því það var fólk á undan okkur sem var löngu búin að fá matinn. Þjóninn sagði: Já hann er alveg örruglega á leiðinni. Síðan biðum við lengur og lengur. og loksa vorum við búin að bíða í 45 mínútur.
Við vorum öll að bilast úr hungri og spurðum þjóninn aftur. Hann sagðist ætla að athuga það og kom síðan 5 mínútur seinna og þá höfðu þeir “gleymt” að setja pöntunina inn!!

Auðvitað svona 20 mínútum seinna kom maturinn og hann var auðvitað í fínu nema mamma hún hafði pantað eitthvað svona Pizzu Tortias og beðið um að fá að sleppa Rauðlauknum og fá ananas í staðinn. Auðvitað var Pizzu Tortiasið uppfullt af RAUÐLAUKI!!. Við kvörtuðum og hún fékk annað til að taka með sér heim, ókeypis!

Við borguðum bara eitthvern 1000 kall af 3500 útaf þessum mistökum en samt ég hafði aldrei fengið svona lélega þjónustu, nema nokkrum sinnum hafði pöntunin bilað en samt aldrei svona!

Ég kvarta bara yfir þjónustunni þar og veitingar staðurinn fær * stjörnu af ***** fyrir ágætis mat

Vinny the Pooh-Hoo has Spoken