Í gær segir kærastinn minn: Þetta gengur ekki! Við verðum að fara að æfa okkur að elda! Ekki getum við alltaf verið í mat hjá foreldrum okkar og lifað svo á junkfood eða á loftinu þegar það er ekki matur hjá þeim. Nú er ég með ágætis hugmynd. Hvað segirðu um að við skiptumst á að elda?

Á morgun byrjar hann að elda fyrir mig, og ég má ekki vita hvað það er, og svo á morgun elda ég fyrir hann og svo koll af kolli. Er þetta ekki hrein snilld??? Við ætlum sífellt að koma hvort öðru á óvart með einhverjum réttum. Bannað að panta pítsu og elda pylsur. En það má nú vera hamborgari stundum;) Í dag ætla ég heim til ömmu, því ég veit að hann er mikið fyrir alíslenskan mat og biðja hana að kenna mér að gera einn æðislegan pottrétt.

Það væri mjööög vel þegið ef þið lumuðuð á uppskriftum handa mér líka;) Það væri æði! Ég sagði mömmu hans frá þessari snilldarhugmynd sonar hennar, hennar frumburðar :D Það er nauðsynlegt að þegar maður ætlar að eignast börn í framtíðinni verður maður að fæða þau og klæða ekki rétt? hehe;) ég dýrka þessa hugmynd. Og segið mér nú….hafið þið planað svona áður?

Við ætlum virkilega að láta verða af þessu og hafa alltaf kvöldmat namminamm.

með fyrirframþökk, Hokeypokey ;)