Ég er mjög mikil ís manneskja og hef mjög gaman af því að gera einhverja ísrétti og svoleiðis hérna heima hjá mér!

einfalt ávaxtasalat´

jarðarber (niðurskorin)
græn vínber (niðurskorin)
kíví (niðurskorin)
kirsuber (eftir smekk, má sleppa!)
og svo má auðvitað bara þeita rjóma og henda þessu út í ef maður vill! Þetta er rosalega auðvelt og einfalt og ég held nú að flestir kunni þetta en þetta er bara svona fyrir þá sem ekki kunna! Svo er magnið bara eftir smekk!

Mars-íssósa

Skammtur fyrir 2-3

1-1 1/2 stórt marsstikki
1/2 líter rjómi (gæti þurft að bæta við, það er svona 1/2 fyrir 1 stórt stykki!)

Byrjið á því að bræða marsstikkið í potti og hrærið svo saman við rjómann. Borið fram heitt!

SVo er líka mjög gott að taka eitthvað gott súkkulaði stikki, ekki með rúsínum eða einhverju álíka og brytja niður og setja út á ísinn! Eða jafnvel Toblerone.
Svo er líka mjög gott að bræða piparmintusúkkulaði í potti og kanski smá rjóma eftir smekk og hafa með ís! (en ekki út á piparmintu ís, það verður eitthað einum of jakk við það! :P )