Hér er uppskrift af súkkulaðiböku, súkkulaðifylling sem er ekki bökuð, nammi namm:)

1 forbökuð bökuskel( veit ekki hvort að svoleiðis sé selt tilbúið í búðum,uppskrift einnig sjáanleg í matreiðslubók Jamie Oliver)
315 ml rjómi
2 sléttfullar matskeiðar sykur
ögn af salti
115 g mjúkt smjör
455 g gæða suðusúkkulaði, brotið í stykki
100 ml mjólk
kakóduft til skreytingar

Setjið rjómann, sykurinn og saltið í pott og komið upp suðu. Fjarlægið pottinn af hellunni um leið og blandan fer að sjóða og bætið þá smjörinu og súkkulaðinu saman við. Hrærið þar til allt er fyllilega bráðið. Leyfið blöndunni að kólna í smástund og hrærið kaldri mjólkinni saman við þar til súkkulaðileðjan er gljáandi mjúk. Stundum lítur blandan út fyrir að hafa skilið sig. Leyfið henni þá að kólna aðeins lengur og hrærið svo eilítið meira af kaldri mjólk saman við þar til blandan er orðin mjúk. Skafið alla blönduna ofan í kælda og forbakaða bökuskelina með kökuspaða. Hristið mótið varlega til að jafna úr fyllingunni og leyfið bökunni svo að kólna í 1-2 tíma þar til hún hefur náð stofuhita. Sigtið kakóduftið yfir bökuna. Afraksturinn á að vera stökk bökuskel með silkimjúkri fyllingu sem maður getur skorið eins og smér.
Ég er ekki búin að prufa þetta en ég verð að fara að prufa…:)
Verði ykkur að góðu….:-)
—————-