Svona á að sjóða egg

Til að skurnin brotni ekki í suðu þarf að passa uppá að
taka ekki eggin beint úr ísskápnum og skella í pott,
heldur leyfa þeim að standa á borði fyrir suðu.
Þá mæla margir með því að eggin séu sett í kalt vatnið og
ekki byrjað á taka tímann fyrr en þau fara að sjóða.
Ýmsir skella skvettu af ediki út í vatnið til að eggin
brotni síður. Springi skurnin þá er um að gera að strá örlitlu salti í sárið og
þá ætti hún ekki að springa frekar. Vatnið á að hylja eggin og meðalegg
þurfa 3-4 mínútna suðu til að vera linsoðin. Í salat er gott að sjóða
þau í 5-5 1/2 mínútu og harðsoðin egg þurfa upp að 8-10 mínútna suðu eftir stærð.
Harðsoðin egg eru kæld undir köldu vatni til að ekki
komi dökkur hringur í kringum rauðurnar. Dökki hringurinn
kemur stundum líka séu eggin soðin alltaf lengi.


Kjúklingaofnréttur

1 kjúklingur
1 dós campels sveppasúpa
Majones
Karrý
Brokkoli
Sager onion(rasp)
Ostur

Brokkoli soðið létt, sett í botnin á fatinu. Kjúklingurinn soðin eða grillaður, rifin niður og settur ofan á.
Sveppasúpa, majones, karrý hrært saman og hellt yfir . Ost og rasp sett ofan á.
Sett í ofn og hitað þangað til osturinn er orðin ljósbrúnn.

Rómantísk kjúklingasúpa
Fyrir 8

1 kjúklingur 1500 gr
eða 1 poki kjúklingabitar
2 lítrar vatn + 2 laukar
2 matskeiðar salt
4 stórar gulrætur
1 stór rófa
1 blómkálshöfuð
8 kartöflur
1 púrrulaukur
2 hænsnatengingar
2 bollar pasta slaufur eða skrúfur

Kjúklingurinn settur í pott með vatni lauk og salati
Soðið í 1 1/2 - 2 tíma
Þegar kjúklingurinn er soðinn er hann tekin og látin kólna
Á meðan er soðið sigtað og grænmetið látið útí og soðið í ca. 30 mín
Kjúklingurinn er hreinsaður af beinunum og látinn út í
Pasta bætt í soðið og soðið í 30 mín

Borið fram með hvítlauksbrauði eða rúnstykkjum, góðu smjöri og jafnvel
auka kartöflum


Eggjahræra með reyktum laxi og rjómasmurosti
Fyrir 4

8-12 egg
2 msk. smjör
salt og hvítur pipar úr kvörn
1/4 tsk. rifið múskat
2 msk. rjómi
200 g reyktur lax, skorinn í strimla
100 g rjómasmurostur í bitum

Sláið eggin vel út með þeytara þar til hvítur
og rauður eru orðnar vel sameinaðar. Saltið aðeins og piprið.
Kryddið létt með rifnu múskati. Bræðið smjörið við
meðalhita á góðri viðloðunarfrírri pönnu. Þegar smjörið er farið
að freyða aðeins( má alls ekki brúnast) helliði þá eggjahrærunni
út í. Haldið meðalhitanum og hrærið stöðugt með tréspaða.
Þegar eggjahræran er næstum því orðin elduð og stíf slettið þá aðeins
rjóma saman við og hrærið vel. Varist að ofelda eggin.
Hræran á að vera mjúk og lin. Rétt áður en eggjahræran
er sett á disk látið þá reykta laxinn og rjómasmurostabitanan
út í og blandið aðeins saman við eggin, en þó án þess að
osturinn bráðni allur saman við.

Jafnið á fjóra diska og berið fram með íslenskum tómötum og stökku
blaðsalati. Það hentar vel að skreyta með dillkvisti.


Eggjakartöflusalat

3-5 soðnar kartöflur
3-4 harðsoðin egg
1 msk. Dijon-sinnep
1 dl majónes
safi úr hálfri sítrónu
3 msk. graslaukur, saxaður
2 msk. steinselja, fínt söxuð
salt og pipar úr kvörn

Hrærið saman sinnepi, majónesi, steinselju og sítrónusafa.
Bætið saxaða graslauknum út í. Skerið kartöflurnar í
litla teninga og harðsoðnu eggin einnig. Hrærið saman við majónessósuna.

Gott er að bera þetta eggjakartöflusalat fram með
köldu kjöti eða reyktum laxi.