hér er soldið sem er fljótlegt og gott og ég hef stundum í matinn ;)

Það sem þarf í þetta:

pönnukökur
grýtu
hakk
grænmeti að eigin vali
ost
taco sósu.

Svona geri ég þetta:
set hakkið í pott og þegar það er tilbúið set ég grýtuna út í. (hef verið með mexíkanska) set svo 6-8 dl af vatni og læt sjóða í nokkrar mínútur.

Svo hita ég pönnuköku á pönnu, set svo sósu á hana, því næst grýtuna og svo grænmetið, ég nota gúrku, tómata og kál efst set ég svo ost og svo smá sósu ofan á hann :)
svo brýt ég hana saman og borða, ummm mjög gott.

jæja vona að ég sé nú ekki að gleyma einhverju í þessari annars ágætu uppskrift, eða já uppskrift og ekki uppskrift, góða helgi :)