Fyrir fjóra:

1 ½ dl. strásykur
11/2 dl. vatn
½ tsk. kardemömmufræ
1 kanilstöng
6 appelsínur

1. Bræðið sykurinn á háum hita í kastrúllu. Hrista hana öðru hvort og þegar sykurinn byrjar að bráðna hræra varlega í. Hita jafnfram vatnið í öðrum potti.
2. Þegar sykurinn hefur bráðnað er heita vatninu hellt út og hrært í þar til sykurinn hefur bráðnað aftur. Bætið við kardimommufræunum og kanilstöng og sjóðið við meðalhita ca. 6 mín. PASSA VEL AÐ BRENNI EKKI – KEMUR MJÖG FLJÓTT BRUNABRAGÐ EF MAÐUR GÆTIR SÍN EKKI! Lögurinn settur til hliðar og látinn kólna.
3. Appelsínurnar eru afhýddar og hvítan líka tekin burt. Síðan skornar í báta sem eru alveg án hvítu. Appelsínurnar eru lagðar í karamelluleginn og látnar standa nokkra tíma í kæli áður en borðað.
4. Borið fram í djúpum skálum með þeyttum rjóma.
5. Í sænska blaðinu er gert ráð fyrir að einnig sé gott að bera fram með smjördeigsbakkstur úr 1-2 tveimur þýddum smjördeigsplötum sem eru breiddar út og skornar í þunnan ferhyrninga, stráð yfir 2-3 msk. flórsykri og bakaðar við 225 gráður í 8-10 mín. Ég hef aldrei nennt því en örugglega mjög gott.