Hvað á Pizzan að heita? -samkeppni Hæ hæ!

Ég er að vinna á litlum pizzastað, og ég er búinn að finna upp alveg geggjaða pizzu.

Ég sjálfur hef alltaf verið frekar matvondur, og gat aldrei sett neitt á pizzur nema kannski pepperóni, skinku, nautahakk, beikon? Þetta er allt frekar óhollt, (nema þú sért á kolvetnissveltiskúrnum) þannig að mig langaði til að prófa eitthvað hollara.

En ojbara, grænmetispizzurnar eru allar ógeðslegar! Laukurinn, þistilhjörtun. Þetta höfðaði ekki til mín.

Þannig að ég setti saman helling af pizzum í von um að bjarga mataræðinu, og loksins fann ég draumapizzuna. Ég setti á hana m.a. papriku, sveppi, gular baunir og ananas, og svo kryddaði örlítið til að bæta bragðið. Þrátt fyrir að mér fannst paprika og ananas ekkert vont, þá spilar þetta allt svo vel saman, og fanns mér þetta ómótstæðilega gott, sérstaklega af því ég gat borðað hana með góðri samvisku.

Allir sem hafa fengið að smakka hana hjá mér eru sammála. Þar á meðal er fólk sem borðar kannski venjulega aðeins eina áleggstegund sem í boði er, en finnst þetta heildarbragð einhvernveginn vera rosalega gott.

Nú er spurningin, hvað á frábæra Pizzan að heita.

Þeir sem hafa einhverja hugmynd endilega látið mig vita, og svarið þessum pósti. Sá sem kemur með vinningstillöguna fær náttúrulega pizzu og veglega vinninga! :)

Nú er að brainstorma!