Já að gera pylsu er mikið vandaverk og þó margir haldi að það sé mun auðvelt er það í raun mjög flókið mál.
Fyrst og fremst þarf að kaupa pylsurnar og mæli ég með SS pylsum sem fást í öllum matvörubúðum en maður verður að passa að sig á því að ruglast ekki saman við hamborgara sem eru frekar líkir. EN nú kemur að sjálfri eldamennskunni:

Nr.1-Settu pylsurnar í pott
Nr.2-Settu vatn í pottinn
Nr.3-Hitaðu vatnið og láttu pylsurnar vera í pottinum í um það bil 10 mínútur.
Nr.4-Taktu pylsrunar úr pottinum
Nr.5-Settu pylsurnar í brauð og ef maður vill er hægt að setja ýmislegt á pylsuna eins og t.d. tómatsósu, sinnep, lauk, steiktan lauk, remolaði og fleira.
Nr.6-Borðau pylsuna

Ég vil líka segja það að mér finnst mjög gott að steikja pylsurnar á pönnu með pipar og alls konar kryddum og olíu og setja svo beint í brauðið ásamt öðru meðlæti.´

En þar sem það er verið að tala um pylsur þá vil ég bæta smá fróðleik um sögu pylsuna:

Uppskriftin að vínarpylsum er nautakjöt, kindakjöt og svínakjöt og þarf það síðastnefnda að vera með til að mýkja bragðið því kindakjöt og nautakjöt er frekar hart. Það má segja að vínarpylsurnar slái fyrst í gegn á markaðnum á árunum fyrir stríð. Það gerist við það að Nielsen og mágur hans, Jón Sveinsson, (faðir Kristmundar sem núna á vagninn), setja upp pylsuvagn í kringum 1937-38. Þeir settu vagninn upp í Kolasundinu. Á upphafsárum pylsuvagnanna voru allar pylsur rauðar en eftir að farið var að selja þær á götu þótti óheppilegt ef dropi lak á skyrtu. Svo minnkaði eftirspurnin eftir rauðu pylsunum og var hætt að framleiða þær upp úr 1980.

(http://www.ss.is/ss.nsf/pages/saga_ss-pylsunn ar.html)


Ég vona að þessi grein hafi hjálpað þeim sem ekki kunnu að gera pylsu. Svo er náttúrulega bara hægt að fara í Bæjarins bestu ef að maður getur ekki útbúið pylsu.
Zyklus