Um daginn var ég að búa til ítalskar kjötbollur m/ spagettí. Þannig að mér fannst bara fínt að senda inn uppskriftina að því.Þessi uppskrift er fyrir u.þ.b. 2.

Efni:
1/2 kg nautahakk
3 msk lauksúpa
3 msk brauðmylsna
1 egg
2 msk Chillisósa
salt, pipar(eftir smekk)
————————
Öllu blandað vel saman. Búnar til litlar bollur sem steiktar eru í olíunni.
Bollurnar teknar af pönnunni en olían látin vera eftir

sósan:
1 msk olía
3 msk Toro spagettí sósuduft
2 dl vatn

Setja Toro spagettí sósudufti ásamt vatninu út í hristu (sem er hrist nokkuð vel). Síðan sósan og bollurnar settar út á pönnuna. Síðan er látið krauma í u.þ.b. 10 mín.

Gangi ykkur vel og bara “bon appe tít”(eins og sagt er á góðri íslensku!