Frábær ítölsk grænmetissúpa
(úr bókinni Af bestu lyst)

1 stór laukur
2 gulrætur
1 sellerístikur
2 kartöflur
100 g sellerírót
1/2 blómkálshöfuð
3 hvítlauksrif
matarolía til steikingar
11/2 l vatn
3 grænmetisteningar
400 g tómatar í dós
3 msk tómatþykkni
1 tsk meiran
pipar eftir smekk
2 dl. pastafiðrildi
2 msk fersk steinselja
3 msk parmesanostur


Saxið lauk, sneiðið gulrætur og sellerístilk og skerið kartöflur og sellerírót í litla bita. Skerið blómkálið í lítil búnt. Merjið eða saxið hvítlaukinn.
Hitið olíu í stórum potti og léttsteikið lauk og hvítlauk. Setjið allt niðurskorið grænmeti í pottinn og látið krauma í olíunni í 23 mínútur. Bætið vatni og grænmetisteningum, niðursoðnum tómötum og tómatþykkni í pottinn. Kryddið með meirani og pipar. Látið súpuna sjóða við vægan hita í um 20 mínútur og sjóðið patafiðrildin í súpunni síðustu tíu mínúturnar. Sáldrið saxaðri steinselju og parmeanosti yfir súpuna rétt áður en hún er borin fram. Uppskriftin er fyrir sex.