Karrý grænmetisréttur

matarolía
1 stór laukur eða rauðlaukur
1 tsk. kummin (cumin)
1/2 tsk. chili (eða eftir smekk)
2 tsk.kóríander
1 tsk. turmeric

250 gr. kartöflur, flysjaðar og skornar í bita
200 g. gulrætur, skornar í sneiðar eða bita
125 g. grænar hýðisbaunir, skornar í 2 cm. lengjur
200 g. blómkál
4 tómatar (ágætt að afhýða, en má sleppa)
1 1/4 bolli grænmetissoð (vatn og teningur)

Það er hægt að nota hvaða grænmeti sem er. Ég nota t.d. yfirleit alltaf eggaldin eða zucchini ef ég á ekki grænar baunir eða blómkál. Bæti líka stundum við papriku.

Hitið olíu í potti og steikið laukinn þar til hann er orðinn mjúkur.
Blandið út í öllu kryddi og eldið í 2 mínútur.
Bætið út í öllu grænmeti nema tómötum og hrærið saman við kryddblönduna.
Bætið tómötunum og grænmetissoðinu út í, hitið að suðu og látið malla við lágan hita í ca. 15 mínútur eða þar til grænmetið er orðið nógu mjúkt.

Berið fram með hrísgrjónum


Tamil Nadu grænmetisréttur

2/3 bolli rauðar (apperlsínugular) linsubaunir
1/2 tsk. turmeric
2 1/2 bolli vatn

grænmetisolía
1 lítið eggaldin, skorið í teninga
1 stór paprika, skorin í bita
150 gr. zucchini, skorið í sneiðar
100 gr. grænar belgbaunir, skornar í 2 cm. bita
1 bolli grænmetissoð
1/3 bolli kókosmjöl
1/2 tsk. chili (eða eftir smekk)
1 tsk. kummin (cumin)
salt eftir smekk

Skolið linsubaunir og setjið í pott ásamt vatni og turmerici. Sjóðið í ca. 20 mínútur eð aþar til linsurnar eru orðnar mjúkar.

Skerið niður grænmeti.
Hitið olíu í potti og setjið kókosmjöl og krydd út í og eldið í 1 mínútu.
Bætið öllu grænmetinu útí ásamt grænmetissoði og salti.
Hitið að suðu og látið malla við lágan hita í 10-15 mínútur.
Bætið linsubaunum út í og látið malla í 5 mínútur í viðbót.


Kjúklingabaunakarrý

Matarolía
1-2 laukar, niðursneiddir
1 græn paprika
2 hvítlauksgeirar, marðir
1 1/2 tsk karrý
1 msk. Edik (t.d. malt edik)
1 dós tómatar (400 g)
600 g kjúklingabaunir (eða 2 dósir niðursoðnar kjúklingabaunir)
600 g kartöflur, flysjaðar og skornar í bita
1 hrein jógúrt

Ef kjúklingabaunirnar eru ekki niðursoðnar þarf að leggja þær í bleyti í sólarhring og sjóða.

Hita olíu í potti. Steikja lauk, papriku, hvítlauk og karrý í olíunni þar til laukurinn er orðinn mjúkur. Bæta við ediki, tómötum (með safa), kjúklingabaunum og kartöflum. Láta malla í u.þ.b. 20 mínútur eða þar til kartöflurnar eru soðnar. Hræra við og við.

Jógúrtin notuð sem sósa út á.


Karrý grænmetis og hrísgrjónasúpa

4 vorlaukar (green onions)
1 gulrót, skorin í sneiðar
2 zucchini
1 1/4 bolli niðurrifið kínakál
1/4 bolli hrísgrjón (long-grain)
2 grænmetisteningar (eða kjúklinga)
1 1/5 vatn
1 1/2 tsk rautt karry paste (eða bara karrý)
2 msk. Fiskisósa
1 tsk tamarind sósa (eða bara sleppa ef þið finnið hana ekki)
1 msk sykur
2 msk niðurskorin kóríander lauf

Skellið öllu í pott og sjóðið í 15 mínútur eða þar til hrísgrjónin eru soðin.