Indverskir réttir eru mjög fjölbreyttir og bragðgóðir enda mikill fjöldi krydda og kryddblanda notaðir. Hér eru nokkrar inverskættaðar uppskriftir fyrir þá sem vilja prófa indverska matseld.

Banana jógúrt drykkur
Fjórir skammtar

2 þroskaðir bananar
1/6 bolli púðursykur
2 bollar undanrenna
1/3 bolli hrein jógúrt
3 klakar
1 tsk kanill

Allt sett saman í blandar og hrært vel saman.


Kjúklingur í engifersósu
Fjórir skammtar

4 bein- og húðlausar kjúklingabringur
2 msk. Matarolía
6 vorlaukar, saxaðir
3 hvítlauksgeirar, pressaðir
5 cm. löng engiferrót, niðurmöluð
1 tsk. cumin-krydd
2 tsk. Garam Masalam krydd
salt og pipar eftir smekk
1 msk. Sítrónusafi
6 msk. Heitt vatn

Þrífið og þurrkið kjúklingabringurnar og skerið í þunnar sneiðar.

Hitið olíu á pönnu og setjið laukinn út á í 2-3 mínútur. Fjarlægið laukinn af pönnunni.

Setjið kjúklingabringurnar á pönnuna og brúnið í ca. 5 mínútur.

Blandið hvítlauk, engiferrót, kúmin-kryddi, Garam Masala kryddi og salti og pipar saman við. Eftir ca. 1 mínútu bætið í lauknum, sítrónusafanum og vatni. Setjið lok á pönnuna og eldið í ca. 10 mínútur eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn.

Sítrónu og kóríander kjúklingur
Fjórir skammtar

8 kjúklingabitar (læri, fótleggur) án húðar
¼ bolli matarolía
5 cm. engiferrót, möluð
4 hvítlauksgeirar, pressaðir
1 grænt chili, saxað (eða chili krydd)
½ tsk. turmeric krydd
1 tsk cumin-krydd
1 tsk kóríander-krydd
salt og rauður (cayenne)pipar
½ bolli vatn
safi úr einni sítrónu
125 g. kóríander lauf, niðursöxuð (hægt að nota steinselju í staðinn)

Skolið kjúkling og þurrkið. Hitið olíu í pönnu og steikið kjúklingabitana þar til þeir eru brúnaðir. Takið kjúklingabitana af pönnunni og leggið til hliðar.

Setjið engiferrót og hvítlauk á pönnuna í 1 mínútu. Hrærið út í chile, turmeric, kúmin, kóríander, salti og rauðum pipar og eldið í 1 mínútu.

Bætið kjúklingabitunum á pönnuna ásamt vatni og sítrónusafa. Látið suðuna koma upp, setjið lok á pönnuna, og eldið á meðalhita í 25 til 30 nmínútur. Bætið niðursöxuðum kóríander laufum við í lokin.


Tandori kjúklingur
Fjórir skammtar

1 ¼ kg kjúklingabitar
1 msk. Lime safi
salt
1 laukur
1 msk Tandoori Masala krydd
2 msk Garam Masala krydd
2.5 cm engiferrót, möluð
1 ¼ bolli hrein jógúrt

Skolið kjúkling og þurrkið. Skerið tvisvar eða þrisvar í hvern bita. Setjið síðan kjúklinginn í eldfast mót og hellið yfir lime safanum og stráið yfir með salti. Leggið til hliðar.

Setjið jógúrt, tandoori masala og garama masala kryddblöndur, engiferrót, salt og lauk í blandara eða matvinnsluvél og hrærið vel saman. Hellið yfir kjúklinginn og setjið matarfilmu yfir. Látið kjúklinginn liggja í kryddleginum yfir nótt eða í 6 klst.

Hitið ofninn í 200 gráður og steikið kjúklinginn í 25-30 mínútur þar til hann er tilbúinn.

Kjúklingur í sterkri sósu
Fjórir skammtar

8 kjúklinga fótleggir, án húðar
1 dós tómatar, án safa
2 msk. Tómatmauk
2 msk. Chili sósa
2 msk. Sykur
1 tsk. Garam Masala
2. tsk soya sósa
5 cm. engiferrót, möluð
2 hvítlauksgeirar, maukaðir
safi úr einni lime og einni sítrónu

Skolið kjúkling og þurrkið og setjið í eldfast mót.

Setjið tómata, tómatmauk, chilisósu, sykur, Garam Masala, soya sósu, engiferrót, hvítlauk, lime og sítrónusafa í blandara eða matvinnsluvél og blandið vel saman. Hellið yfir kjúkling, setjið yfir plast, og látið sitja í ísskápnum í 2-3 tíma.

Hitið ofninn í 190 C og setjið kjúklinginn í ofninn í 45-50 mínútur eða þar til hann er tilbúinn. Hrærið sósunni ofan á 2-3 á meðan kjúklingurinn er í ofninum.


Masala kjúklingalæri
Fyrir fjóra

8 kjúklingalæri
2 tsk. kóríander
2 tsk. cumin-krydd
½ tsk. kardimommur, malaðar
½ tsk. chiliduft
½ tsk. svartur pipar
¼ tsk. kanill
¼ tsk. negull
1 msk. matarolía
1 msk. vatn

Setjið allt kryddið út á þurra pönnu og hitið, þar til það ilmar. Takið pönnuna af heitri hellunni og bætið út á olíu og vatni og hrærið saman við kryddið. Skerið rönd í kjúklingabitana (á báðum hliðum) og nuddið kryddblöndunni á kjúklinginn. Setjið plastfilmu yfir og kælið í 15 mínútur.

Steikið eða grillið kjúklinginn þar til hann er tilbúinn.

Jógúrtsósa

Mjög góð t.d. með tandori kjúkling.

1 bolli (250 ml) hrein jógúrt
½ (65 g) gúrka, skorin smátt
1 ½ msk. niðurskorin mintulauf (eða piparmintuduft)
1 msk sítrónusafi
1 tsk sykur

Setjið allt innihaldið í skál og hrærið vel saman.