Ég er búin að tileinka mér nýjan lífsstíl. Hann felst í því að borða sem oftast, ca á 2-3 klst fresti.

Með því að borða svona oft (ég borða alltaf litla skammta - annars yrðu hitaeiningarnar ansi margar) held ég blóðsykrinum í jafnvægi þannig að ég fæ ekki lengur þessa óstjórnlegu löngun í nammi. Einnig held ég brennslunni gangandi allan daginn með því að borða svona oft. Þegar við sveltum okkur heldur líkaminn að það sé að skella á hungursneyð og fer að minnka brennsluna og halda í fituforðann til að eiga til góða í hungursneyðinni.

Með hverri máltíð og inn á milli máltíðanna, ef máltíðir skyldi kalla, drekk ég samtals 2-3 lítra af vatni yfir daginn. Best er að dreifa vatnsdrykkjunni yfir daginn.

Manneldisráðs http://www.manneldi.is er að finna töflur yfir næringargildi ýmissa fæðutegunda, ásamt öðrum nytsamlegum upplýsingum.

Aðrar síður sem vert er að skoða í þessu sambandi eru:
http://www.fitness.is
http://www.bfit.is
http://www.muscletech.is
http://www.heilsuradgjof.is
Á þessum síðum er bæði að finna ráð og leiðbeiningar varðandi mataræði og hreyfingu. Einnig eru þarna upplýsingar um próteindrykki sem mér skilst að virki vel með réttri notkun, en sem fátækur námsmaður hef ég lítið keypt af þeim J