Í dag,annann jóladag bauð ég fólki heim í smá kaffiboð,þar sem allir eru búnir að borða yfir sig af smákökum og konfekti þá ákvað ég að prufa að gera einn brauðrétt sem ég fékk í saumaklúbb um daginn og vældi svo út uppskriftina frá vinkonu minn daginn eftir því að þá var eftirbragðið(liggur við)enn í munninum á mér ;)

Það voru allir sammála um að þessi réttum væri mjög góður en sterkur þó ekki svo sterkur að það væri ástæða til að gera ráðstafanir til þess að hann væri ekki eins sterkur(en það mætti alveg hugsa sér að gera það með því að skipta öðrum ostinum t.d út með paprikuosti)

en hér kemur snilldin:

1 brauð
skinka
paprika, gul, rauð og græn
brockoli
piparostur og pepperoniost
kaffirjómi
rifin ostur

Rífa brauð niður í eldfast mót, skera skinkuna og papríku í litla bita og stráið yfir. Hreinsa brockoli og skera í bita og dreyfa yfir. Hita ostana og kaffirjóman og hellið yfir og látið svo ostinn yfir

Hitið í ofni þar til osturinn er bráðnaður

Við prufuðum að hafa með þessu rifsberjahlaup og það var alveg meiriháttar gott með.

kveðja
harpajul
Kveðja