pølsa með öllu Já nú í dag ætla ég að bjóða ykkur uppá uppskrift af einu stk. pulsu með öllu.
Hér kemur hún.

1. Þar sem það er jú vetur þá verð ég að mæla með því að þið náið ykkur í einn pott eða svo(nægilega stóran eða svo að pulsan þurfi ekki að beyglast við að komast ofan í hann). Gott húsráð er að taka pulsuna kalda beint úr pakkningunum og láta hana ofan í tóman pottinn bara svona rétt til að sjá ca. hversu stór potturinn þarf að vera.
2. Takiði þennan pott sem þið hafið valið og farið með hann undir eldhúskranann (eða einhvern annan krana sem virkar), þar skulið þér stylla á volgt vatn. Ekki heitt og ekki kalt heldur volgt. Gott húsráð til að kanna vatns hita er að stinga einum fingri eða svo (vísifingur tilvalinn) leiftur snöggt undir bununa. Þegar að potturinn er vel staðsettur skal hálf fylla hann og rétt rúmlega það.
3. Því næst ber að stinga pylsunni í pottinn(sem er nú hálffullur af volgu vatni) og koma henni vel fyrir þar.
4. Þá er ekkert að vandbúnaði, heldur skellum við pottinum (gerum það þó gætilega því að ekki viljum við að volgt vatnið sullist útum allt) á paslega stóra hellu.
5. Þegar þetta allt er klárt skal kynda undir hellunni og mæli ég eindregið með 3/4 af styrkleika eldarvélarinnar.
6. Það tekur nokkrar mínútur(3-5) að hita pullsuna, og er það því tilvalinn tími til að ná í pylsubrauð (skera á það þverrauf inní hálft pylsubrauðið ef þess þarf) Einning þykir það lostæti að skella brauðinu inní tilgerðan örbylgjuofn og láta það á ca. 30-40 sek á svona 1/4 styrkleika.
7. Þegar að pylsubrauðið er orðið volgt og mjúkt skal það vera fjarlægt úr örbylgjuofninum og skemmtilegt væri að ná í eithvað meðlæti. Þar dettur mér einna helst tómatssósa, sinnepssósa(brúnt og gult), remúlaði, steyktur laukur, hrár laukur, og svo má láta hvað sem huganum dettur í hug og því sem þú hefur lyst á.
8. Sumum fynnst gott að raða áleggstegundunum rétt á pylsuna og þá spælsi ég minni hingað á ykkur: tómatssósa og steyktur laukur undir pylsunni og remúlaði, brúnt og gult sinnep ofaná. En auðvitað er hverjum og einum frjálst að hafa þetta eftir sínum smekk.
9. Nú ætti pylsan að vera reiðubúin, en það sjáum við með því að kíkja reglurlega ofan í pottinn og sjá hvort að það sé byrjað að “bubbla” (koma loftbólur) en varið ykkur samt á því að hafa hana ekki of lengi ofaní því að þá er hætt á því að hún bara einfaldlega springi. Gott ráð til að ná pulsunni uppúr pottinum er að grípa í 4forka gaffal og stinga í pulsuna eða þá renna honum undir hana og veiða hana uppúr.

10 ! Já þá ert þú tilbúin/n, sem sagt pylsan fer í pylsubrauðið og meðlætið sem þú hefur kosið að velja þér fer annaðhvort undir eða ofaná pylsuna.

Útkoman verður yndisleg pylsa að hætti hússins, en þið takið eflaust eftir því að ég skrifa pylsa og pulsa til skiptis, það er vegna þess að ekki allir segja það sama og ég er bara hreinlega ekki viss hvort er réttara að segja svo ég segi bara bæði.
Og ég biðst velvirðingar á þeim stafsetningarvillum sem hér eru(þær eru eflaust þónokkrar) en ég vona að þetta skiljist Þess má einnig geta að ég miða uppskriftina að mínum(mömmu og pabba) heimilistækjum, og ég held að þið þekkið ykkar eigin áhöld betur en ég þekki þau. Ég þakka fyrir lesturinn :]