Góð tilbreyting frá öllu kjötinu sem við borðum um jólin :)

500 gr saltfiskur
500 gr kartöflur
50 gr smjörvi
½ laukur
½ græn paprika
2 msk hveiti
3 dk mjólk
2 msk parmesanostur
2 msk brauðmylsna

Útvatnaður fiskur er látinn í kalt vatn og suðan látin koma hægt upp – soðin í 5-10 mín.
Að suðu lokinni er fiskurinn hreinsaður vel, roð- og beinhreinsaður.
Fiskurinn er losaður sundur og settur í smurt eldfast mót.
Kartöflurnar eru snöggsoðnar, afhýddar og sneiddar – raðið þeim ofan á fiskinn í mótinu.
Smjörvi er bræddur í potti. Laukur og smátt söxuð paprika látin í krauma í smjörinu þangað þau verða mjúk.
Hveiti er bætt við og jafningurinn hrærður út með mjólk. Á að verða þunnur.
Þessu er hellt yfir fiskinn og kartöflurnar.
Blöndu af osti og brauðmylsnu er stráð yfir og rétturinn bakaður í heitum ofni í 20 mín.

Gott að bera fram með rúgbrauði.

Kveðja,
Tigerlily