Jólamaturinn 2002 Jæja þá fara jólin alveg að bresta á (bara 15 dagar í herlegheitin)!!

Mig langar að forvitnast um hvað þið hafið í jólamatinn á aðfangadagskvöld og hvað þið hafið í eftirmat (ef þið hafið svoleiðis). Jólin núna verða önnur jólin þar sem ég held mín eigin, þ.e.a.s. með mína eigin fjölskyldu. Á aðfangadagskvöld geri ég svínahamborgarhrygg, eitthvað sem við bæði erum vön og finnst alveg ómissandi. Í eftirmat geri ég ananasfrómas (sem við erum einmitt bæði vön að fá líka :)) en það er sennilega erfiðasti hlutinn í eldamennskunni, ég er búin að æfa mig þónokkuð oft í að gera hann, en aldrei hefur hann tekist nógu vel hjá mér. Á síðustu jólum var ég viðbúin og var með ís í frystinum til vara ;)

Á jóladag og annan í jólum er ég í jólaboðum þannig að mín jólaeldamennska er ekki mikið meira en þetta. Reyndar hef ég svo Londonlamb á gamlárskvöld en það er nú önnur saga ;)

En jæja hvað ætlið þið að elda?

Kveðja simaskra.
Kveðja simaskra