<b>Innihald:</b>

18-22 stk. kjúklingavængir
5 tsk. chiliduft
4 tsk. McCormick Original Chicken Seasoning
svartur pipar úr kvörn
ólífuolía
Meðlæti
400 g grænmeti í salat: kínakál, tómatar og paprika
1 poki Nachos Tortilla flögur
1 og 1/2glas salsasósa
2 dósir sýrður rjómi

<b>Lárperumauk</b>

2 stk. lárpera (avocado)
2 og 1/2 dl sýrður rjómi
1 og 3/4 tsk. sítrónusafi


<b>matargerd:</b>

Kryddið kjúklingavængi og grillið á vel heitu grilli í 12-15 mín.
og snúið þeim reglulega eða þar til þeir eru gegnumsteiktir.
Penslið með olíu.
Kljúfið lárperuna í tvennt, fjarlægið steininn og skafið kjötið
innan úr. Lárperumaukið, sýrði rjóminn og sítrónusafinn eru
sett í matvinnsluvél og síðan er maukið sett inn í annan
helminginn af lárperunni.

Mér og fjölskyldunni minni fannst þetta snilld. Ef þið eigið í
einhverjum vandræðum með að elda þetta skuluð þið svara mér
og segja mér hvað gengur að. Þetta virðist vera þokkaleg lýsing
og vonandi njótið þið þessa snilld sem kom útum ofninn minn
:-)