Verð að deila með ykkur æðislegri uppskrift. Hef þennan rétt stundum á boðstólum þegar ég er með veislur og er yfirleitt beðin um uppskriftina.

1/2 dl bláber
1 dl sykur
3 1/2 dl hveiti
1/2 tsk salt
125 gr smjörlíki
175 gr blátt Toblerone eða 200 gr hvítt (ef hvítt er notað verður rétturinn sætari)

Bláber eru sett í botninn á eldföstu móti.
Helmingnum af sykrinum er stráð yfir berin.
Öllu öðru er blandað saman og stráð yfir.
Bakað við 175° í 25-30 mínútur.
Borið fram með þeyttum rjóma eða ís.