Mér datt í hug að koma af stað smá umræðu um matargerð fyrri tíma og koma með uppskriftir svona fyrir jólin. Öll lumum við á einhverjum uppl. og jafnvel uppskriftum sem fylgja jólahefð á hverju heimili og einnig uppskriftum sem hafa gengið mann fram af manni og er kannski hvergi getið í bókum. Allavega er það þannig með mig að ég lærði margt af mömmu minni og ömmu þegar ég var að byrja að búa og vill það oft vera að þegar 2 aðilar stofna heimili þá er einhvað af hefð foreldranna sem fylgja manni á nýja heimilið.
Ég ætla að byrja á súrsuðu hvítkáli sem er alltaf á borðum hjá mömmu á jólonum og mér finnst ekki vera jól nema að fá þannig. Ég hef alltaf fengið hjá mömmu svona kál en aldrei gert sjálf svo fann ég um síðustu jól að ég saknaði þess hrikalega svo ég hef ákveðið að gera svoleiðis núna svo ég fékk uppskrift hjá mömmu sem ég á eftir að prófa.

Súrsað hvítkál.

1 hvítkálshaus (brytjað)
2 matskeið smjörl.
0,5 - 1 liter edik
150 - 200 gr sykur (eftir smekk)


Smjörliki brætt,
hvítkál sett samanvið og steikt pínu (hrært í stöðugt á meðan, má ekki brenna)
edik sett samanvið ásamt sykri og soðið við vægan hita þar til sykur er bráðnaður og kálið orðið mjúkt (verður að fylgjast vel með og hræra í, má ekki brenna við). Smakka og bæta við sykri ef maður vill.

Sett í ílát sem þola frost og í kistuna eða geymt í kæli, gott að skipta uppskrift niður og áætla notkun. Geymsluþol vika - 10 daga í kæli. Hitað upp fyrir neyslu og borið fram með veislumatnum um jólin.


Vona bara að þetta gangi vel hjá mér :)
Ef þið lumið á einhverjum uppskriftum þá endilega leyfið okkur hinum að njóta líka.