Ég var í tilraunastuði í gær svo ég ákvað að elda eitthvað nýtt handa kallinum. Endaði á að gera böku í smjördeigi, sem var bara rosalega góð :D

Þetta er svolítið stór uppskrift, ég hugsa að hún ætti að duga fyrir ca 6 manns kannski…

1 hakkpakki (ég notaði stóran stóran hakkpakka sem mamma sendi mér, ábyggilega 600 gr. eða svo)
2 pakkar skinka eða skinkukurl/strimlar
1 pakki beikon
1 pakki pepperóní
nokkrir sveppir
1 poki mozzarella eða gratínostur
1 pakki smjördeig, t.d. frá Myllunni

Skera beikon, pepperóni og skinku í litla bita og steikja á pönnu, steikja síðan hakkið sér (þetta komst allavega ekki allt fyrir í einu á pönnunni minni) blanda því síðan saman og helst steikja sveppina líka, en það er þó ekki nauðsynlegt.
Fletja smjördeigið þunnt út og skella því í eldfast mót, setja hakkblönduna í mótið, ostinn ofaná og loka síðan fyrir. Ég skar síðan svona kross í bökuna og penslaði toppinn með eggi. Bakaði þetta síðan við 220°C í ca 7 mín og lækkaði síðan niður í 180°C og lét þetta krauma í 10-15 mín. Meðlæti eftir smekk :D

Það segir sig nottla sjálft að þar sem við erum bara 2 í heimili var alveg hellingur í afgang. Við hituðum það upp áðan og það var bara mjög gott líka :)

Njótið vel!
Kveðja,
Corta :)