Fór í matarboð um síðustu helgi þar sem ég fékk svo æðislegan forrétt. Vil endilega deila honum með ykkur.

1 Camembertostur, saxaður
1 dl rækjur
1 dl kræklingur
1/2 dl mæjónes
1/2 dl sýrður rjómi
1/2-1 ananashringur, saxaður
2 harðsoðin egg, söxuð

Blandið öllu vel saman í skál.
Látið standa í kæli í góða stund áður en það er borið fram.

Salatið var borið fram í tartalettum þar sem ég var, en gestgjafinn sagði að eins væri hægt að bera það fram með ristuðu brauði.