mig sárvantar uppskriftir þar sem engin mjólk eða smjör er notað…
fann hérna eina á grænum kosti. En ef þið mynduð vita um fleiri látið mig þá endilega vita…

………….konfekt………………………
60 gr smjör eða möndlusmjör (hægt að nota 1 auka banana í staðinn
1 banani
1 dl haframjöl (hægt að nota hirsi-, spelt- eða kókosmjöl í staðinn)
1 dl kókosmjöl
1/4 dl carob
250 gr döðlur, sem búnar eru að liggja í bleyti í ca 1 klst
1 tsk vanilluduft
1 tsk kanill
ristað kókosmjöl til að velta upp úr eða eitthvað annað t.d. möndlur

-allt sett í matvinnsluvél
-mótið litlar kúlur & veltið upp úr mjöli
-geymist best í frysti, en einnig í viku í ísskáp
-einnig er hægt að búa til konfektköku en þá er konfektmassinn settur í kökuform (með bökunarpappír í botninn) & settur í frysti; borið fram með þeyttum rjóma & ferskum ávöxtum
-nb! ef þið viljið ekki nota ghee eða jurtasmjör getið þið notað einn auka banana & sleppt fitunni…..
-farið nú á flug kære mænd & kvinder & bætið & breytið uppskriftinni eftir ykkar & familíunnar smekk