Hráefni

2 kg svínarif
400 g hrísgrjón, soðin Uncle Ben´s
1 dl vatn (eða ananassafi)
4 msk ólífuolía
2 msk púðursykur
2 stk vorlaukur, leggir
1 stk laukur, saxaður smátt
1 stk grillsósa, frá McCormick
1 stk paprika, græn
1 stk paprika, rauð
hrísgrjón, hvít, soðin
pipar
salt

Undirbúningur
Saxið laukinn smátt

Matreiðsla
Skerið á milli svínarifjanna, losið þau sundur og fjarlægið mestu fituna. Kryddið með salti og pipar. Hitið helminginn af olíunni og steikið rifin í henni stutta stund. Setjið grillsósuna í annan pott ásamt púðursykri og vatni (eða ananassafa) og sjóðið í 7-10 mínútur. Berið síðan sósuna á rifin og steikið þau við heita glóð. Hitið afganginn af olíunni á pönnu og mýkið í henni lauk, vorlauk og papriku. Hrærið hrísgrjónin saman við og steikið stundarkorn í viðbót.

Framreiðsla
Berið rifin fram með sósunni og hrísgrjónunum