400 gr tortellini
200 gr ostur
100 gr Dalayrja
180 gr rjómaostur m/kryddjurtum
2 1/2 dl matreiðslurjómi
1/2 dl mjólk
krydd eftir smekk
100 gr beikon

Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum
Rífið ostinn og skerið Dalayrjuna í bita. Hitið rjóma og mjólk í potti og setjið ost, Dalayrju og rjómaost út í og hitið í 2-4 mínútur, eða þar til sósan þykknar.
Kryddið sósuna eftir smekk.
Skerið beikonið í bita og steikið á þurri pönnu. Blandið beikoninu saman við sósuna.
Skammtið pasta á diska, hellið sósunni yfir og stráið saxaðri steinselju yfir ef vill.