1dl volgt vatn
1dl mjólk
3,5 tsk þurrger eða 1bréf
2 tsk sykur
1 dl olía
4-5 dl hveiti (eftir þörfum) (geyma 1dl til að hnoða upp með)

Pitsusósa
söxuð skinka
rifinn ostur

Setjið gerið í vatnið ásamt nokkrum kornum af sykri og látið gerið byrja að virka.
Setjið svo allt í skál og hnoðið,
þegar það er orðið samfellt þá er það látið bíða í ca. 10 mín má vera mikið lengur, þá er degið tekið og hnoðað og bætt við hveiti,
flatt út í köku sem er ca. 30x45 cm.
2 -3 matsk pitsusósa, skorin skinka og ostur sett ofaná,
rúllið saman og skerið rúlluna í 1 1/2 -2 cm látið snúðana hefast undir stykki í ca.10 mín bakað við 200 stiga hita í ca.15 mín stráið osti yfir þegar búið að taka þá út.

Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu :)


StarCat