Ég er ekki sérlega hrifin af sjávarréttum en smakkaði þennan rétt hjá frænku minni og féll fyrir honum.

150 gr hörpudiskur
250 gr rækjur
1/2 agúrka
1 paprika, rauð
3 hvítlauksrif, pressuð
1 msk ferskt kóríander, saxað smátt
2 msk ferskur appelsínusafi
safi úr 1 lime
1 dl ólífuolía
1 avokadó
salt
pipar

Byrjið á að skera hörpudiskinn í litla bita. Því næst er agúrkan kjarnhreinsuð ásamt paprikunni og saxaðar smátt. Blandið öllu hráefninu saman, nema avokadóinu. Það er svo skorið í sneiðar og borið fram með réttinum.

Best er að útbúa réttinn u.þ.b. 6-10 klst. fyrir framreiðslu.

Mér finnst best að borða þetta á léttristuðu brauði.

Kveðja,
Tigerlily