Undirbúningsfundur fyrir stofnun sambands Íslands fyrir Brasilískt Jiu Jitsu. B.J.J. samband Íslands.
Undirbúningsfundur fyrir stofnfund.
10-06-2007.

Öllum íþróttafélögum sem æfa Brasilískt Jiu Jitsu var boðið á fundinn. Þeir sem mættu voru eftirfarandi:
Árni Þór Jónsson. (mjölnir)
Jón Viðar Arnþórsson. (mjölnir)
Daníel Örn Davíðsson. (mjölnir)
Haraldur Óli Ólafsson. (Fjölnir)
Magnús Þór Benediktsson. (Fjölnir)
Vilhjálmur Vilhjálmsson. (Mjölnir)
Pétur Marel Gestsson. (Mjölnir)

Fundarstjóri:

Árni Þór Jónsson.

Ritari:
Daníel Örn Davíðsson.


Yfirlýst markmið sambandsins:
Stuðla að útbreiðslu BJJ á Íslandi.

Hlutverk:
- Halda mót og mynda landslið og ráðning landsliðsþjálfara í framtíðinni.
- Það verði skylda fyrir sambandið að halda eitt Íslandsmeistaramót á hverju ári.

Nefnd sett til undirbúnings fundarins:
Vilhjálmur Vilhjálmsson.
Sigursteinn Snorrason.
Daníel Örn Davíðsson.

Verkefni nefndarinnar:
- Að stuðla að stofnun Íslandssambands fyrir Brasilískt Jiu Jitsu.
- Fyrsti stofnfundur verði þriðja nóvember, seinni partinn um fimm leytið.
- Það verður að vera komið með drög að lögum sem verður þá kosið um á fundinum.
- Auglýsa aðalfundinn með fréttatilkynningu á Hugi.is og annars staðar.
- Það verður að vera fundardagskrá sem fylgir tilkynningunni um hvað fari fram á fundinum.
- Þau íþróttafélög sem eru boðin á fundinn eru eftirfarandi: Mjölnir, Fjölnir, Gracie.is, Scientific Fighting, Ingþór á Akureyri, Arnar Jón á Egilsstöðum, Pumping Iron.
- Finna alheimssamtök til að vera þátttakendi.
- Hringja í öll íþróttafélögin.
- Pósta þessari fundargerð á hugi.is með mynd.
- Nefndin vinnur að því að setja saman drög að reglugerð.
- Á stofnfundinum verður eitt atkvæði á hvert félag varðandi allar ákvarðanatökur.
- Hvert félag má senda þrjá fulltrúa á fundinn en það verður bara eitt atkvæði á hvert félag.

# Félög eru hvött til að hafa samband við Daníel Örn Davíðsson (daniello@mi.is) ef að frekari spurningar koma upp varðandi þessi fundardrög og fyrirhugaðan fund.

Hægt að finna þetta sem grein hér með svörum >>> http://www.hugi.is/martial_arts/articles.php?page=view&contentId=5290188
Stjórnandi á