Fearless Hyena tvö. Hvernig getur það hljómað sem eitthvað annað en stórkostleg kungfu mynd?

Myndin er frá 1983, Jackie Chan leikur aðalhlutverkið og hún meira segja fjallar um það hvernig ungur drengur sér foreldra sína myrta af illum kung fu gaurum í silkisloppum. En eitthvað fer alveg hræðilega á mis. Útkoman er ekkert kungfufestival, og það sem hefði átt að vera hresst slapstikk var ekkert nema ömurlegt flipp.

Það er ekkert gott við þessa mynd, Jackie Chan er gífurlega þreytulegur og virðist engan veginn finna sig í kungfuinu (hvað þá í djókinu), vondu kallarnir eru tveir afdankaðir menn í silkisloppum og plottið í heild sinni virðist hafa gleymst á einverjum kínverskum öskuhaug.

Það er eiginlega ekki hægt að segja neitt meir um þessa mynd. Hún var ömurleg og óhæf til þess að einu sinni kallast kungfu mynd. Ef þessi kungfu mynd væri með þér í bekk myndirðu ekki velja hana með þér í lið í íþróttum.

Jackie Chan sjálfur gafst upp á þessari mynd þegar langt var liðið á tökur og restin var tekin upp með öðrum leikara.
Mörg skotin í þessari mynd eru í raun fengin úr Fearless Hyena númer eitt.

Það er gersamlega ómögulegt að mæla með þessari mynd, það er álíka mikið Kungfu action í henni og í Fylkismyndunum á Kvikmyndagerðaráhugamálinu.