Æjæjæj…
Ég og félagi minn lögðum leið okkar í Nexus til að fiska okkur eina feita Kúngfú mynd og damn. Við sáum titilinn og hugsuðum okkur “Hey, hvernig getur mynd með svona titli verið vond?!”

Nú, með réttum aðferðum er allt hægt.

Myndin byrjar á því að Þjálfun Ninjunar er útlistuð fyrir áhorfandann: Karlninjur fara í kollhnísa milli þess sem þeir berja hvern annan með stólum sem brotna á sem auðveldastan hátt, kvenninjur aftur á móti fara í ísböð í hvítu bíkíníunum sínum og berjast síðan upp á líf og dauða í hvítplastikpökkuðu drullubaði (að sjálfsögðu í úníforminum sínum: hvítu bíkínum).
Það þarf náttlega ekkert að vera slæmt, en hey, ég vildi kúngfú! Ekki erótík! Og þú blandar heldur ekki erótík við “Japans One And Only Wrestling Champion!”, sem á frekar dúbíus hlutverk í myndinni þrátt fyrir augljósan skort á nokkrum hæfileikum í bardagalist, nema glímu. Hann er reyndar ansi lunkinn glímu. En athugið að þetta er ekki Sumo.

Að svo komnu máli er best að lýsa söguþræðinum ofurlítið, eða eins mikið og ég áttaði mig á honum…
Einhver er að reyna að drepa Japanskan Bissnissmann (við uppgötvum fljótt að það er konan hans), og hefur ráðið til þess Ninjagengi. Japanski Bissnisskallinn ræður til sín fyrrverandi Ninju/Núverandi Löggu/Charles Bronson Lookalike en sá kemst fljótt á snoðir um að vonda ninjugengið er það sama og drap einhvern forfaðir hans… (maaan?). Þaðan fer plottið síðan í lágfenglegar lægðir leiðinleika og áberandi skorts á a) Leikhæfileikum og B) Bardögum.
Maður leiðir auðvitað hjá sér atriði a) ef nóg er af atriði B), en þar sem hvorugt er til staðar (og myndin á víst að vera BARDAGAMYND…) þá nær hún nýjum lægðum í leiðinleika. Og fullkomnunininni er síðan náð með bardaga milli “Charles Bronson” og Japans-Wrestling-Tjampjón. Æjæjæj.

Örfá orð um tökur myndarinnar og föðrunarbrellur:
Bad, bad og vont.

En hey! já!
Ég gleymi björtu hliðinni! Á disknum (ég leigði hana á DVD) leynist Commentary. (já, ef þið skoðið hylkið stendur ekki orð um það, ég rambaði á það þegar ég var að gá hvort hún innihéldi annað tal en hrottalega talsetninguna).
Samt er þetta ekki Directors Commentary. Einhver stórkostlegur húmoristi hefur fengið Bardalistagúrú, man reyndar því miður ekki nafnið en minnir að það hafi verið James Horn, til þess að gera kommentarí um myndina.
Aumingja maðurinn gerir sitt besta til þess að fara ekki hroðalega með myndina sem hann hefur verið fenginn til að lýsa, en það er ekki að heppnast. Sérstaklega þegar klukkutími er búinn og hann búinn að lýsa öllum vondu myndunum sem bæði leikstjórinn og handritshöfundurinn hafa áður gert. Þannig fyrir nokkra hlátra, tékkið á því. Þið missið ekki af plottinu. Ef þið actually leigið þennan óþverra.

KungFumyndaDómur:
Bardagar: *
Skemmtun: 1/2 (en kommentaríið fær **)
Talsetning: *

Niðurstaða: Mynd þessa skal varast að setja nokkurs staðar nálægt nokkrum lifandi manni, hvað þá að koma henni fyrir í DVD spilara / VHStæki. Hún er ekki einu sinni skemmtileg þrátt fyrir gallana.
Takk fyrir.