Þetta verða 18 bardagar og Árni Ísaksson þar fremstur í flokki gegn #3 rankaða boxaranum í Danmörku. Sjá nánar frétt um keppnina á vefsetri Mjölnis:http://mjolnir.is/wordpress/?p=158
Þetta verða 18 bardagar og Árni Ísaksson þar fremstur í flokki gegn #3 rankaða boxaranum í Danmörku. Sjá nánar frétt um keppnina á vefsetri Mjölnis:
Eftir sterka sigra gegn Gretti Sterka, King Kong, T. Rex og Verðbólgudraugnum setti Fedor punktinn yfir i-ið og tryggði sér titilinn “skapari himins og jarðar” af Jahve “Guð” Almáttugum. Verður það að teljast ansi góður árangur þar sem Jahve hafði haldið þessu beltí lengur en nokkur annar, ca. 6.000 ár.
Helgina 24.-25. janúar verður Gunnar Nelson með MMA æfingabúðir í Mjölni.
…Og sælt veri fólkið,
Jæja, UFC 93 fer fram í Dublin á Írlandi núna á laugardaginn 17. janúar. Þetta er í fyrsta skipti sem UFC fer fram í Dublin og kominn tími til. Ef ég man rétt rekur Dana White einmitt ættir sínar þangað. Cardið er helvíti flott og Joe Silva á heiður skilið fyrir þetta matchup. Rich Franklin gegn Dan Henderson er aðal bardagi kvöldsins. Rick fyrir UFC meistari og ég held ég fari rétt með þegar ég segi að Dan Henderson sé eini MMA titilhafinn í sitthvorum þyngdarflokkum, annars vegar í Pride (léttþungavikt, 205) og hins vegar í UFC (millivigt, 185). Hinn aðalbardaginn er auðvitað rematch The Hammer og Shogun. Miðað við hvernig síðasti bardagi þeirra fór þá hugsa ég að margir séu ekki síður spenntir fyrir þessum bardaga. En hér er cardið:
Byrjenda tímar sem og aðrir tímar hefjast 8.janúar
Byrjendanámskeið Mjölnis hefjast mánudaginn 5. jan. Eins og í vor býður Mjölnir upp á byrjendatíma í Brasilísku Jiu-Jitsu alla virka daga, eða fimm sinnum í viku. Einnig verða hinir geysivinsælu byrjendatímar í MMA kickboxi (MMA-Standup) á þriðjudögum og fimmtudögum.
Júdókappinn Þormóður Árni Jónsson er eini einstaklingsíþróttamaðurinn sem tilnefndur er sem íþróttamaður ársins að þessu sinni en útnefningin fer fram í hófi á Grand hóteli Reykjavík föstudaginn 2. janúar. Þormóður er jafnframt fyrsti júdómaðurinn í sextán ár til þess að komast inn á listann. Þetta hefur verið viðburðaríkt ár hjá kappanum því tveimur vikum áður en Móði keppti í +100kg flokknum á Ólympíuleikunum í Peking fæddist honum frumburðurinn Elías Funi. Að auki varð hann Norðurlandameistari á árinu og í þriðja sæti á Opna breska meistaramótinu. Þormóður býr sig nú undir að keppa á heimsmeistaramótinu sem fram fer um mánaðarmótin ágúst/september á næsta ári.
UFC Veltivigtarmeistarinn Georges St-Pierre var í gær, 22. desember 2008, valinn íþróttamaður Kanada með miklum yfirburðum en hann hlaut 89% atkvæða í kjörið.
UFC 92 THE ULTIMATE 2008 þann 27. desember í MGM Grand Garden Arena í Nevada.