DEAN LISTER kemur til Íslands! Þeir gerast ekki flottari fighterar en þetta. Örfá sæti laus á námskeiðið.

Dean “The Boogeyman” Lister er fremsti glímumaður Bandaríkjamanna og m.a. þrefaldur ADCC heimsmeistari auk þess að hafa sigrað fjölda annarra stórmóta í Bandaríkjunum síðasta áratuginn. Lister hefur keppt í helstu MMA keppnum heims eins og UFC og PRIDE FC. Einnig var hann millivigtarmeistari í MMA keppninni King of the Cage sem þá var stærsta MMA keppnin í Bandaríkjunum fyrir utan UFC. Lister er þekktur fyrir magnaða fótalása en á ADCC 2011 sigraði hann allar glímurnar sínar á fótalásum.

Auk þess að vera besti glímumaður heims í sínum þyngdarflokki nýtur Lister einnig gríðarlegrar virðingar sem þjálfari og kennari en hann var meðan annars aðal glímuþjálfarinn í liði Tito Ortiz í þriðju seríu The Ultimate Fighter. Þá má geta þess að þegar Lister vann sín þriðju ADCC gullverðlaun núna í september þá var Gunnar Nelson yfirþjálfari Mjölnis í horninu hjá honum.