Gunnar mætir Danny Mitchell um helgina Gunnar mætir Danny á laugardagskvöldið. Danny er talinn sigurstranglegri af ensku veðbönkunum. Hann hefur keppt 14 MMA bardaga alls og er 8-1 á atvinnumanna ferlinum. Í dag birtist viðtal við Danny á MMA Spot þar sem hann segist aldrei hafa verið eins vel undirbúinn fyrir nokkurn bardaga á ferlinum. Gunnar hefur undirbúið sig undir þennan bardaga hér heima að þessu sinni.

Þess má geta að Stöð 2 hefur keypt sýningaréttinn af bardaganum og verður hann sýndur þar fljótlega. Þó ekki beint.