Nordic Open 2009 Tók þátt í Nordic Open í Kaupmannahöfn síðustu helgi og kom heim með silvur. Ég keppti í amatör Low Kick Kickboxing í þyngdarflokkinn - 81 kg.
Mætti danska meistarann í fyrsta bardagann og vinn þann bardaga léttilega. Meiddist því miður í hægri löppinni og gat ekkert notað hana í seinasta bardagann.

En allaveganna, í seinasta bardagann mæti ég gaur frá finnlandi, og tapa á stigum. Hann var bara einfaldlega betri enn ég fyrstu tvær loturnar, og það tók mig svolítinn tíma að finna út hvernig ég átti að vinna. Komst því miður ekki að því fyrr en í þriðju lotu, en þá nátturulega var það of seint. Vona að ég mæti hann í einhverjum öðrum úrslitum seinna.

Finnski maðurinn vann World Cup í Hungary 2009, best fighter verðlaunin fyrir Nordic Open og fer pottþétt til WAKO World Championships í Austurríki í Oktober. Reyni alltaf að líta á björtu hliðarnar og er allaveganna sáttur með að hafa tapað á móti svona góðann andstæðing.

Og já (það á pottþétt einhver eftir að spyrja um þetta), við notum hlífar. Samkvæmt reglur WAKO megum við ekki keppa án hlífa nema það séu Pro bardagar.