Manchester 9/2 Fór til Manchester 9 febrúar til að keppa minn fyrsta Pro bardaga í kickboxi 9 janúar. Mætti þar Mick Crossland með 10 bardaga, 10 win og 8 K.O.
Vann bardagann í þriðju lotu á TKO. Byrjaði bardagann rólega til að gá hvernig Mick var. Sterkur andstæðingur með mjög þung högg og fór inn með mikið af hookum. Ákvað síðan að stoppa hann á leiðinni inn með roundhouse kicks í kroppinn til að opna hann og minnka þolið hans því hann var með mjög árasargjarnan stíl. Fór síðan inn með margar box fléttur eftir spörkunum. Þetta virkaði, ég hitti hann mjög vel í þriðju lotu og vankaði hann mörgum sinnum, þangað til hann fór í gólfið. Dómarinn byrjaði að telja og Mick komst aftur á fætur en skömmu síðar sá Mick vonleysina í þessu öllu og gafst hreinlega bara upp því það var ekkert sem hann gat gert.

Næsti bardagi: Ég vs. Tom Kent (London) ISKA European Title Fight

Thaiboxing