Gallinn við kvennabardaga er að þær hafa ekki sama sprengikraft og karlar og þess vegna sér maður ekki eins mikið um svona “flashy rothögg”, “slams” og allt þetta. En oft á tíðum eru þær miklu villtari en karlarnir og leggja allt í þetta, eins og þær séu að reyna að sanna eitthvað. Það eru nokkrar svakalegar Japanskar gellur í Shooto. Ég væri alveg til í að fá einn kvennaflokk í UFC, það yrði þá kannski einn kvennabardagi hvert kvöld til að byrja með. Bara gaman að breyta aðeins til.