Randy Couture er á leiðinni aftur í sportið. Gamli jaxlinn Randy Couture entist ekki lengi í hinum helga steini. Hann ætlar sér aftur í búrið, að þessu sinni í sínum gamla þyngdarflokk, þungavikt. Vonandi gengur honum sem best.

Á þessari mynd má sjá ef grannt er skoðað það sem eftir var af Vitor Belfort eftir að Randy hafði lumbrað á honum í þrjár lotur.