Það var ekki gert ráð fyrir því að hinn dagfarsprúði japanski júdómaður, Hidehiko Yoshida, myndi slást mikið eftir að hann handleggsbrotnaði illa á Ólympíuleikunum í Sidney. Hann hafði átt langan og farsælan feril og varð m.a. heimsmeistari í -90 kg. flokki í Birmingham 1999.

Ég sá hann í hlutverki þjálfara á æfingu í Tokyo síðasta haust og mér brá þegar ég sá hvað hann var orðinn pattaralegur og meinleysislegur. Hins vegar rak ég upp enn stærri augu áðan þegar ég sá viðtal við hann á heimasíðu Pride keppninnar: http://www.pridefc.com/interviews/yoshida_03/yoshida.htm

Hann er semsagt farinn að fljúgast á eins og rotta í búri og svínhengdi einhvern brasilískan gaur um daginn. Það verður gaman að fylgjast með þessum fulltrúa júdómanna í grófum áflogum.

Cornholio.