Eftirfarandi landsliðsmenn í Taekwondo fara á morgun í æfingabúðir til Osló. Þeir Björn Þorleifsson, Einar Carl Axelsson, Trausti Már Gunnarsson og Sigursteinn Snorrason munu taka þátt í undirbúningi norska landsliðsins fyrir Evrópumótið sem fram fer í Samsun, Tyrklandi í byrjun maí.

Þessi ferð er í boði norska bardagalistasambandsins og er hún framhald af heimsókn Michael Jorgensen, landsliðsþjálfara Noregs til Ísland fyrr í vetur. Íslensku landsliðsmennirnir munu æfa stíft yfir helgina og koma vonandi heim reynslunni ríkari.

Áfram Ísland,
SeungSang