Íslandsmeistaramót ungmenna í Brasilísku Jiu Jitsu var haldið í gær, laugardaginn 12. nóvember, en þetta er annað árið í röð sem ungmennamótið er haldið. Alls mættu yfir fimmtíu keppendur til leiks úr Reykjavík, Hafnarfirði og Reykjanesbæ og fjöldi fallegra glíma sást á mótinu. Það er afar ánægjulegt hversu vöxtur íþróttarinnar er mikill og ljóst að framtíð íþróttarinnar er björt enda barna- og unglingastarf í BJJ rétt að hefjast hjá félögunum, með þessum líka frábæra árangri. Verðlaunahafa einstakra flokka Íslandsmótsins má sjá á vefslóðinni hér neðan en í raun voru allir sigurvegarar á mótinu, keppendur, íþróttin sjálf og félögin sem að starfinu standa.

http://bjjsamband.blogspot.com/2011/11/urslitin-islandsmoti-ungmenna-i-bjj.html