Íslandsmeistaramótið í Brasilísku Jiu Jitsu fór fram í dag fjórða árið í röð en keppendur í ár voru rúmlega fimmtíu talsins frá 6 félögum. Margar skemmtilegar og spennandi glímur sáust á mótinu en svo fór að Sighvatur Magnús Helgason í Mjölni og Anna Soffía Víkingsdóttir í Ármanni stóðu uppi sem sigurvegarar í opnum flokkum karla og kvenna. Vinsældir íþróttarinnar fara stöðugt vaxandi hér á landi og miðað við taktanna sem sáust í Íslandsmeistaramótinu í dag er ljóst að gnægð er góðra keppenda sem vafalítið eiga eftir að gera góða hluti bæði hér heima og erlendis á næstu árum.

Úrslitin má nálgast hér:
http://bjjsamband.blogspot.com/2011/11/urslitin-islandsmeistaramotinu-i-bjj.html