Í kvöld verður frítt í bíó fyrir félaga í Mjölni og Hnefaleikafélagi Reykjavíkur. Þeim býðst að sjá myndina The Figther með Mark Wahlberg og Christian Bale í aðalhutverkum. Sýning hefst kl 20:00 í sal 1 í Háskólabíói.

Miðar verða í afgreiðslu Mjölnis í dag.

Hér má sjá myndbrot úr myndinni.
[YouTube]http://www.youtube.com/watch?v=Hwv7kT9P0mg
Umsögn um myndina:
“The Fighter er sannsöguleg kvikmynd með stórleikurunum Mark Wahlberg og Christian Bale í aðalhlutverkum og segir frá hinum fræga boxara Micky Ward. Micky var alltaf kallaður „Sá írski“ og náði því að verða heimsmeistari í veltivigt. Myndin segir frá ævintýralegri leið hans að titlinum og samskiptum hans við hálfbróður sinn, Dicky sem lenti ungur á glæpabrautinni og í dópneyslu og endaði að lokum í fangelsi. Dicky reyndist honum þó mikil stoð og stytta og er það honum að þakka að Micky náði á endanum að landa titlinum eftirsótta. Frábær verðlaunamynd sem er tilnefnd til 6 Golden Globe verðlauna m.a. sem besta mynd ársins, besti leikstjórinn auk Mark Wahlbergs, Christian Bale og Amy Adams sem fer á kostum í hlutverki kærustu Mickys. Mynd sem þið viljið alls ekki missa af!”