…Og - nei, nei - pósta þessu ekki í ‘myndböndin’ þar sem ég er öllu heldur að forvitnast um ‘hvaða’ kvikmyndir - ef einhverjar - urðu til þess að menn hófu æfingar…;-)

Þar sem hinn ágæti Sólon skrifaði “ég, ég, ég” í Aikido greininni að neðanverðu; þá finnst mér við hæfi að nefna 3 myndir og fylgi því eftir af mestu ánægju…:-)

1) Enter The Dragon: Hver hljóp ekki til og smíðaði sér nunchucks eftir að hafa séð þessa klassík…?

2) Bloodsport: Bolo Yeung var svo rosalega kúl…;-)

3) Conan the Barbarian: Hóf smíðar á trévopnum - ellefu ára gamall - og byrjaði að skylmast eftir að hafa glápt alveg grilljón sinnum á þetta meistaraverk. Hmmm… Varð örugglega líka til þess að ég gerðist hinn mesti ‘málmhaus’…;-)

Endilega leggið ykkar til…:-)

Ave,

D/N