Hver voru ykkar helstu “breaktroughs” sem að bætti færni ykkar í bjj svo um munaði?

Ég er búinn að æfa í ca 3 mánuði og mín helstu eru:

#1 Að “slaka” á þegar ég er að glíma og anda rétt. Fyrst þá gat ég tekið eina glímu og ég var búinn á því en núna get ég glímt alveg endlaust án þess að verða þreyttur. (Combat Conditioning aðstoðaði mig þar reyndar BIG TIME)

#2 að stjórna hausnum.

#3 Að stjórna mjöðmunum.

#4 Hætta að hugsa svona mikið og stíft, brögðin eru þarna og einbeita sér að fá tilfinningu fyrir hreyfingunum.

Ég á náttúrulega endalaust mikið eftir að læra og því er þessi listi svona hrikalega stuttur, en gaman væri að fá að vita ykkar “breaktroughs” hvort sem þið eruð hvítbeltingar eða svartbeltingar.