Góðgerðabardaginn Mikli

Laugardaginn 30. Október næstkomandi mun eiga sér stað skemmtilegt hnefaleikamót í Vodafonehöllinni. Viðburðurinn hefst kl:19 en hús opnar 18

Hilmir Hjálmarsson og Stefán Gaukur Rafnsson hafa unnið hörðum höndum að æfa fyrir þennan viðburð og munu þeir loks mætast í hringnum. Venjulegur bardagi er þetta ekki, heldur berjast þeir til styrktar góðgerðamála. Einhverfum annars vegar, og hinsvegar hjartveikum börnum. Allur ágóði mótsins mun fara til styrktar þessum málefnum.

Forsaga málsins er sú að báðir menn hafa æft í rúmlega hálft ár með þjálfaranum Vilhjálmi Hernandez hjá Hnefaleikastöðinni. Nýbyrjaður að æfa, fékk Hilmir hugmynd að því að skipuleggja bardaga til styrktar litlum frænda sínum sem er einhverfur. Til liðs við sig fékk hann svo Stefán Gauk sem ákvað að styrkja hjartveik börn. Þetta hefur svo heldur betur stækkað í sniðum síðan þessi upprunalega hugmynd leit dagsins ljós, og er þetta að breytast í allsherjar skemmtiviðburð.

Dagskrá:
10 bardagar í ólympískum hnefaleikum
Góðgerðabardaginn Mikli
Erp Eyvindarson rappara sem mun koma fram
Gunnar Nelson mætir kraftajötuninn Hjalta Úrsus í hringnum.
Þórhallur Þórhallsson grínisti verður með uppistand
Happdrætti
Einnig mun margt annað skemmtilegt mun eiga sér stað.

Verð:
Aðeins 1000 kr

Styrktaraðilar
Hnefaleikastöðin, Sveinsbakarí, Hvíta Perlan, Hestaleigan Laxnes, Foss Hótel, World class, Arnold Björnsson ljósmyndari, og hver veit nema fleiri bætist í hópinn áður en kvöldið rennur upp!

MIÐASALA HAFIN Á
http://midi.is/ithrottir/1/6213/

kynntu þér málið á facebook
http://www.facebook.com/event.php?eid=160205824012154&ref=ts