Góða kvöldið

Ég hef lengi verið að pæla í því að byrja að æfa bjj. Hef heyrt mjög góða hluti um bæði Mjölni og combatgym en ég ákvað að kíkja niðrí Mjölni í dag. Þegar ég kom þangað var mér sagt að ég yrði að skrá mig á námskeið þannig að ég fengi grunninn áður en ég gæti mætt á æfingar, sem er alveg gott og blessað en það er uppbókað fram í janúar nema ég komist inn af biðlista. Ég er bara að velta því fyrir mér hvort að einhver viti hvernig þetta er hjá combatgym, eru þeir með einhver námskeið eða byrjenda æfingar? Ég fann nefnilega ekkert um það á heimasíðunni þeirra.
mhm