Fimmtudaginn 30. september, WEC klikkar aldrei og býst ég ekki við neinu öðru en æðislegu kvöldi stútfullu af skemmtilegum slagsmálum.

Jose Aldo, hvað er hægt að segja um þennan mann, vann titilin með að stúta Mike Brown og svo vita nú allir hvernig hann fór með wec poster-boyið Urijah Faber í hans heimabæ. Held að hann eigi nú bara eftir að afgreiða Gamburyan hægt og örugglega, en sá rotaði fyrrnefndan Mike Brown í sínum síðasta bardaga.

Donald Cerrone vs Jamie Varner hér er skemmtilegur grudge match á ferð en WEC þurftu aðeins að skikka leikinn til í síðustu viku eftir að Cerrone sagði í útvarpsþætti að hann ætlaði að drepa Varner, en þetta hófst allt saman eftir fyrri bardaga þeirra þarsem Cerrone tók ólöglegt spark í 5tu lotu titilbardaga þeirra og Varner hætti og var dómaraúrskurðurinn Varner í hag. Held að Cerrone eigi eftir að afgreiða Varner nokkuð auðveldlega.

Fleirri skemmtilegir eru á cardinu og þar má helst nefna fyrrverandi bantamweight kónginn Miguel Torres sem reynir að komast aftur á beinu brautina eftir tvo ósigra í röð.

Mike Brown er einnig á kortinu, en menn telja að ástæðan fyrir þessu slaka gengi hans séu einhver persónuleg vandamál sem áhrif hafa haft á æfingabúðir hans o.s.frv.

Svo er líka talsverð eftirvænting hjá fólki að sjá Tie Quan Zhang berjast, en þarna er á ferð kínverji sem er 11-0 sem er að berjast í fyrsta skipti í WEC á Fimmtudaginn.

Hvað segjiði? :D

Svo læt ég fylgja með símaupptöku frá inngöngu Faber & Aldo í búrið, http://www.youtube.com/watch?v=1e6gTR1kalg hversu svalt er að koma þarna í heimabæ Faber, spila Run this Town og berja hann svo einsog harðfisk? :D
trausti